Sunday, 18 March 2012

Hjólaverslunin Örninn með bestu reiðhjólin

"Leiðsögn á hjólum um Reykjavík er tilvalin leið til að kynnast borginni," segir Ursula Spitzbart, stofnandi Reykjavík Bike Tours og höfundur bókarinnar Zwischen Licht und Dunkel – Abenteuer Alltag in Island.

Reykjavík Bike Tours hóf starfsemi árið 2009 og hefur síðan boðið uppá ferðir á reiðhjólum með leiðsögn um Reykjavík og nágrenni - aðallega fyrir erlenda ferðamenn og á fjölmörgum tungumálum.

Ursula segist finna fyrir auknum áhuga á reiðhjólaferðum um Reykjavík og nágrenni með leiðsögn. "Viðskiptavinir okkar hafa flestir heyrt um okkur frá vinum og kunningjum eða lesið lofsamlegar greinar um okkur og leita okkur uppi," segir Ursula

Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt mikið uppúr leiðsögn um Reykjavík á reiðhjóli og ávalt verið með fagmenntaða leiðsögumenn útskrifaða frá Leiðsöguskóla Íslands, Háskóla Íslands og Ferðamálaskólanum á Bíldshöfða.

"Fagleg, skemmtileg og persónuleg leiðsögn skilar alltaf ánægðum viðskiptavinum og það er það sem við viljum að spyrjist út," segir Ursula.

"Við verslum nær eingöngu við reiðhjólaverslunina Örninn vegna þess að þeir selja - að því að við teljum - bestu reiðhjólin. Við erum með Trek navigator 2.0 borgar / fjallahjól sem eru alveg frábær bæði á malbiki og möl. Ennfremur erum við með 24 gíra Trek 4300 fjallahjól með diskabremsum og góðum framdempurum sem eru tilvalin hjól í miðlungs / erfiðari fjallahjólamennsku, t.d. á stígum í Heiðmörk," segir Ursula.

Aðspurð segist Ursula bjartsýn á komandi ferðasumar enda hlaut landið mikla athygli erlendis vegna Eyjafjallajökuls í fyrra. "Við skulum nú rétt vona að við fáum ekki nýtt eldgost á allra næstu vikum og mánuðum því það mundi bitna illa á fyrirtækjum í ferðaþjónustu og öllu því harðduglega fólki sem starfar í greininni."

Reykjavík Bike Tours býður ferðir með leiðsögn á reiðhjóli um Reykjavík nágrenni, t.d Heiðmörk, Gullfoss og Geysi, Vestmannaeyjar, og Bláa lónið. Ennfremur býður fyrirtækið uppá þjónustu við sérhópa, ferðaskrifstofur, skólahópa, hvataferðir fyrir fyrirtæki, steggjanir og gæsun svo eitthvað sé nefnt.

Reykjavik Bike Tours

No comments:

Post a Comment

Reykjavik Bike Tour

Reykjavik Bike Tour
Click on the picture for information on bicycle tours in Iceland